Maðurinn er seðlabankastjóri, er það ekki ?

Og seðlabankastjórar hlaupa ekki um allt og blaðra út og suður og láta öðrum eftir að túlka það, of eða van. Seðlabankastjórar eru varir um sig. Tjá sig af öryggi og skýrt. Ef seðlabankastjórar geta þetta ekki. Eiga þeir að gera eitthvað annað en stjórna seðlabönkum þjóða.
mbl.is Davíð: Of mikið gert úr ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ef Davíð hættir sem Seðlabankastjóri gæti hann tekið við þjóðarskútunni aftur. 

Mér er sama þótt Davíð hafi gert slæma skyssu varðandi Íraksmálið, nokkuð sem ég á erfitt að fyrirgefa honum.  Ísland þarf trausta forystu sem kann og getur stýrt landinu og komið okkur upp úr þessar hörmulegu lægð (kreppu) sem þjóðin er komin í efnahagslega. 

Davíð Oddsson hefur sýnt það að hann kann og getur.  Hatrið, blóðþorstinn og tilhneying almúgans (sbr. franska byltingin) til að hefna sín á "einhverjum" er alltaf fyrir hendi.  Þegar svo mótmælendahópurinn er búinn að baula og særa nægju sína, þá er kominn tími til að bretta upp ermarnar og koma okkur upp úr þessum djúpa öldudal.

Þótt fyrri stjórn hafi gert mistök, þá voru góðu verkin sem voru miklu, miklu fleiri sem töluðu.  Látum þá sömu koma okkur uppúr erfiðleikunum.  Reynslan hefur kennt þeim hvað ber að varast.

Við vitum að kommar, niðurrifsmenn og anarkistar; Skallagrímur (S.J.S.), Kolbrún Halldórsdóttir, Ögmundur Jónasson og þeirra kónar eru ekki þeir sem við þurfum til að skemma meir en orðið er.

Kv., Björn bóndi.    Smile

Sigurbjörn Friðriksson, 4.12.2008 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband